Aðgerðir vegna COVID-19
Aðgerðir vegna COVID-19. Eins og kunnugt er ríkja nú fordæmalausar aðstæður í samfélaginu vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Vegna ástandsins hefur óhjákvæmilega orðið mikil breyting á allri starfsemi í samfélaginu, en yfirvöld hafa með góðum upplýsingum og ráðum auðveldað okkur og öðrum að laga okkur að aðstæðum.
Verkís hefur gripið til fjölmargra aðgerða til að halda órofinni starfsemi og þjónustu við viðskiptavini sína við þessar aðstæður um leið og lögð er áhersla á að tryggja öryggi starfsmanna. Smitvörnum er sinnt í samræmi við ráðleggingar yfirvalda, til að draga úr líkum á smiti og veikindum.
Áhersla er lögð á endurskipulagningu vinnusvæða og vinnuaðferða sem felur m.a. í sér aðskilnað svæða og hópa, breytta starfsemi mötuneytis, aukin þrif, sem og leiðsögn til starfsmanna. Þetta þýðir að mikilvægir hópar eru aðskildir, haldnir eru fjarfundir í verkefnum og fjölmargir starfsmenn vinna heima.
Verkís mun kappkosta að veita góða og vandaða þjónustu við þessar aðstæður sem endranær. Við berum þá von í brjósti að reynsla þessa erfiðleikatímabils muni styrkja samheldni og starfsemi samfélagsins til framtíðar.
Viðbragðsteymi Verkís vegna COVID-19.