07/11/2025

Haustfundur SATS 2025

Dóra Hjálmarsdóttir, ÖHU fulltrúi og ráðgjafi hjá Verkís, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hjá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins

Tvö erindi frá Verkís á árlegum haustfundi Samtaka tæknimanna sveitarfélaga

Árlegur haustfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga (SATS) fór fram miðvikudaginn 6. nóvember, þar sem fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir um málefni sem tengjast innviðum, öryggi og rekstri sveitarfélaga.
Verkís tók þátt með tveimur erindum á fundinum í ár, sem bæði fjölluðu um viðfangsefni sem snerta mikilvæga innviði og viðbragðsáætlanir sveitarfélaga.

Sprunguhreyfingar og sprungukortlagning í Grindavík

Jóhann Örn Friðsteinsson, jarðverkfræðingur hjá Verkís, fjallaði í sínu erindi um sprungurannsóknir og kortlagningu í Grindavík. Hann fór yfir verklag við rannsóknir, aðgerðaráætlanir og niðurstöður jarðkönnunar sem fram fóru á svæðinu. Í erindinu komu fram dæmi um mismunandi sprungukerfi og hreyfingar sem áttu sér stað á tímabilinu frá nóvember 2023 til apríl 2025.

Neyðarviðbrögð – eruð þið viðbúin?

Í öðru erindinu fjölluðu Dóra Hjálmarsdóttir, ÖHU fulltrúi og ráðgjafi hjá Verkís, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hjá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi þess að þjálfa viðbrögð sveitarfélaga vegna hamfara og truflana á grunnþjónustu.
Þær ræddu meðal annars hvernig hægt er að undirbúa og æfa viðbrögð við áföllum sem geta haft áhrif á neysluvatn, rafmagn, hita og aðra grunnþætti daglegs lífs. Verkís hefur á undanförnum árum unnið að slíkum verkefnum í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki um allt land.

Haustfundur SATS er árlegur vettvangur faglegra umræðna og miðlunar á þekkingu milli tæknimanna sveitarfélaga og samstarfsaðila þeirra.

Heimsmarkmið

Dóra Hjálmarsdóttir, ÖHU fulltrúi og ráðgjafi hjá Verkís, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hjá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins