Verkís styður Landsbjörg – kaupir Neyðarkallinn 2025
Verkís leggur sitt af mörkum til öflugra björgunarsveita með því að kaupa Neyðarkallinn 2025 og styðja þannig við mikilvægt og óeigingjarnt starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Starfsfólk Verkís sem tekur þátt í björgunarstörfum selur Neyðarkallinn innan fyrirtækisins í dag, en Verkís kaupir að venju stóra Neyðarkallinn og styrkir verkefnið jafnframt með fjárframlagi.
Sala Neyðarkallsins er ein stærsta fjáröflun Landsbjargar og fer hún fram um allt land dagana 5.–9. nóvember. Allur ágóði rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda víða um land, sem nýta hann til að efla búnað, þjálfun og öryggi í samfélaginu.
Við hjá Verkís erum stolt af starfsfólki okkar sem leggur sitt af mörkum í þágu björgunarsveita og styðjum heilshugar við þetta mikilvæga málefni.
🔗 Sjá nánar: www.landsbjorg.is
