Þjónusta

Loftslagsmál

Verkís býður upp á fjölbreyttar þjónustur sem styðja við markmið fyrirtækja og stofnana um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla sjálfbærni.

Með viðurkenndum aðferðum og staðlaðri aðferðafræði aðstoðum við viðskiptavini við að greina, reikna og draga úr kolefnislosun á öllum stigum verkefna.

Styrkjum loftslagsmarkmið með ráðgjöf

Verkís veitir faglega ráðgjöf á sviði loftslagsmála og sjálfbærni, þar á meðal kolefnisbókhald, losunarheimildir, útreikning kolefnisspors og kolefnisverð. Markmiðið er að styðja fyrirtæki og stofnanir við að draga úr losun, bæta rekstur og ná markmiðum sínum í loftslagsmálum.

Kolefnisbókhald er grundvöllur markvissrar stefnumótunar í loftslagsmálum. Með reglulegu bókhaldi yfir losun gróðurhúsalofttegunda fæst yfirsýn yfir helstu losunarþætti og tækifæri til umbóta. Verkís aðstoðar fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum við uppsetningu, framkvæmd og eftirfylgni kolefnisbókhalds, í samræmi við viðurkennda staðla.

Verkís sér um undirbúning og umsóknir um losunarheimildir fyrir stóriðju. Þjónustan felur í sér útreikninga, skýrslugerð og samskipti við stjórnvöld, auk úttektar á losun og rekjanleika gagna. Allt er unnið í samræmi við kröfur laga og reglugerða, með áherslu á nákvæmni og traust gagnsæi.

Með viðurkenndum aðferðum er hægt að reikna út kolefnisspor vöru, þjónustu, framkvæmda eða fyrirtækis og greina helstu losunarþætti. Útreikningar byggja á gögnum um hráefnisnotkun, framleiðsluferli, flutninga og orkunotkun. Slík greining veitir mikilvægar upplýsingar sem nýtast til að draga úr losun, bæta rekstrarárangur og styðja við sjálfbærnimarkmið. Verkís getur séð um bæði einfalda útreikninga og útreikninga í samræmi við alþjóðlega staðla.

Kolefnisverð setur verðmiða á hvert tonn af losun gróðurhúsalofttegunda og skapar þannig hvata til að draga úr losun og fjárfesta í sjálfbærari lausnum. Verkís metur kolefnislosun verkefna, leggur mat á áhrif og finnur tækifæri til umhverfisvænna úrbóta. Einnig getur fyrirtækið reiknað kolefnisverð sem hluta af tilboðum eða stefnumótun í loftslagsmálum.

Þjónusta

  • Blágrænar ofanvatnslausnir
  • Endurheimt votlendis
  • Uppsetning og framkvæmd kolefnisbókhalds
  • Útbúa og sækja um heimildir fyrir losun í stóriðju
  • Kolefnissporsútreikningar
  • Áætla kolefnislosun verkefnis
  • Umhverfisvænni lausnir og kolefnisverð

Tengiliðir

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is