Verkís sér um fullnaðarhönnun nýbyggingar fyrir legudeildir í skurð- og lyflækningadeild og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri, ásamt skipulagi lóðar m.t.t. flæði sjúklinga, gesta og aðfanga. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóðinni og tengd núverandi húsnæði SAK.
Hönnunin krefst mikillar skipulagningar og samvinnu við úrvinnslu þverfaglegrar samræmingarvinnu allra hönnunarfagsviða enda er verkefnið tæknilega flókið. Þá tekur hönnunin einnig mið af þéttu samstarfi við ólíka notendahópa sjúkrahússins.
Verkefni er unnið í BIM og hefur umhverfisvæna nálgun og verður nýbyggingin vottuð skv. BREEAM vistvottunarkerfinu.