Þjónusta

Efnaöryggi

Verkís býður upp á fjölbreytta þjónustu tengda efnaöryggi.

Markmið Verkís er að tryggja örugga meðhöndlun, geymslu og notkun efna í samræmi við gildandi reglur og staðla.

Örugg meðhöndlun og notkun efna

Efnaáhættumat. Gerð áhættumats við meðhöndlun og geymslu efna. Verkís metur áhættu sem getur skapast við meðhöndlun, geymslu og notkun efna og efnavara. Áhættumatið hjálpar til við að draga úr hættu á slysum og tryggir öryggi starfsfólks og umhverfis.

Merkingar fyrir efnavörur. Til að forðast slys af völdum efna og efnavara er framleiðendum og innflytjendum skylt að flokka og merkja vöruna til að tryggja örugga notkun hennar. Flokkunin byggir á áhrifum efna á heilsu, eðliseiginleika þeirra og áhrifum á umhverfið. Út frá flokkuninni eru gerðar kröfur um merkingar, umbúðir, notkun og sölu efnisins.

Gerð öryggisleiðbeininga. Öryggisblöð (SDS) eru staðlaðar upplýsingar sem veita mikilvægar leiðbeiningar um örugga meðhöndlun, geymslu og flutning efna.

Efnaþol vísar til þess hvernig efni og búnaður þola snertingu við mismunandi efni án þess að skemmast eða missa eiginleika sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt í iðnaði þar sem efni komast í snertingu við sýrur, basa, leysiefni og önnur ætandi efni.

Þjónusta

  • Gerð áhættumats við meðhöndlun og geymslu efna.
  • Hönnun og útgáfa á merkingum fyrir efnavörur.
  • Ráðgjöf um flokkun og merkingar í samræmi við reglugerðir.
  • Gerð öryggisleiðbeininga fyrir efnavörur.
  • Þýðing og staðfærsla öryggisblaða.
  • Uppfærsla og yfirferð eldri öryggisblaða.
  • Mat og prófun á efnaþoli efna og búnaðar.
  • Aðstoð við val á framleiðslubúnaði út frá efnaþoli.
  • Ráðgjöf við val á efnum, geymslu og meðhöndlun.
  • Mat á leka- og mengunarvörnum.

Tengiliðir

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is