03/11/2025

Fyrirmyndar- og framúrskarandi fyrirtæki 2025

Verkís hlýtur tvær mikilvægar viðurkenningar fyrir traustan og ábyrgan rekstur

Verkís fékk enn og aftur tvær viðurkenningar sem staðfesta stöðugan rekstur og faglega starfsemi fyrirtækisins. Verkís er á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, auk þess sem fyrirtækið hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo – níunda árið í röð.

Fyrirmyndarfyrirtæki 2025

Viðskiptablaðið og Keldan veita árlega viðurkenningu til þeirra fyrirtækja sem sýna stöðugan og heilbrigðan rekstur og uppfylla ströng skilyrði um efnahag og rekstrarafkomu.
Til að hljóta viðurkenninguna þurfa fyrirtæki meðal annars að:

  • hafa skilað ársreikningum fyrir tvö síðustu rekstrarár,
  • sýna jákvæða afkomu á báðum árum,
  • hafa tekjur yfir 40 milljónir króna á ári,
  • hafa eignir yfir 80 milljónir króna í lok árs,
  • og eiga yfir 20% eiginfjárhlutfall.

Viðurkenningin endurspeglar stöðugleika og góða stjórnarhætti í rekstri Verkís, sem leggur ríka áherslu á fagmennsku og traust gagnvart viðskiptavinum og samfélaginu.

Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Creditinfo hefur um árabil metið fjárhagslegan styrk og áreiðanleika fyrirtækja á Íslandi. Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau skilyrði sem þarf til að komast á lista framúrskarandi fyrirtækja, og Verkís er þar á meðal níunda árið í röð.
Til að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki meðal annars að:

  • vera í lánshæfisflokki 1–3,
  • skila ársreikningum innan átta mánaða frá lokum rekstrarárs,
  • hafa lágmarksrekstrartekjur upp á 55 milljónir króna,
  • sýna jákvæða rekstrarniðurstöðu (EBIT) þrjú ár í röð,
  • og hafa eignir yfir 110 milljónir króna.

Viðurkenningin staðfestir sterka fjárhagsstöðu, góða stjórnun og ábyrgan rekstur Verkís.

Stolt af árangrinum

Við hjá Verkís erum afar stolt af þessum viðurkenningum sem endurspegla stöðugleika, fagmennsku og traust sem hefur einkennt starfsemi fyrirtækisins í áratugi. Við munum áfram leggja áherslu á ábyrgð, gæði og framtíðarsýn í allri okkar starfsemi.

 

Heimsmarkmið