Þjónusta

Náttúrufar og lífríki

Verkís veitir heildstæða þjónustu við rannsóknir og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og skipulags.

Sérfræðingar Verkís sinna jarðfræðilegum og líffræðilegum rannsóknum, meta áhrif framkvæmda á náttúru og landslag og leggja fram tillögur að mótvægisaðgerðum og vöktun.

Rannsóknir, vernd og sjálfbær framtíð

Jarðfræðirannsóknir. Rannsóknir á jarð- og berggrunni eru mikilvægur þáttur í undirbúningi framkvæmda og skipulagsgerðar. Verkís metur þörf fyrir rannsóknir, sér um undirbúning, framkvæmd og túlkun niðurstaðna. Niðurstöður eru meðal annars nýttar við ákvörðun um grundun mannvirkja og við mat á nýtingu lands til uppbyggingar.

Fuglarannsóknir. Framkvæmdir geta haft áhrif á fugla, bæði varanlega og tímabundið. Varanleg áhrif felast einkum í skerðingu búsvæða, svo sem varp- og fæðuöflunarsvæða, en tímabundin áhrif tengjast truflun meðan á framkvæmdum stendur. Mannvirki á borð við raflínur, vindmyllur og byggingar geta auk þess skapað árekstarhættu fyrir fugla. Verkís býður upp á fuglatalningar, mat á þéttleika varpfugla og búsvæðamat ásamt mati á áflugshættu. Eftir að framkvæmdum lýkur getur fyrirtækið tekið að sér vöktun, svo sem breytingar á fjölda og þéttleika fugla, mat á áflugi og aðrar tengdar greiningar. Þá veitir Verkís einnig ráðgjöf vegna vandamála af völdum fugla, meðal annars á flugvöllum og í þéttbýli.

Gróðurrannsóknir. Í gróðurrannsóknum er kannað grunnástand gróðurs og flóru svæða áður en framkvæmdir hefjast. Áhersla er lögð á kortlagningu vistgerða og greiningu plöntutegunda til að meta sérstöðu, verndargildi og válistastöðu þeirra. Verkís sér um rannsóknir á vettvangi, gerð vistgerðakorta og greiningu niðurstaðna. Lagt er mat á líkleg áhrif framkvæmda á gróður og vistkerfi, og þar sem þörf er á eru settar fram tillögur að mótvægisaðgerðum og/eða vöktunaráætlunum.

Landslagsgreiningar. Framkvæmdir hafa óhjákvæmilega áhrif á landslag og ásýnd. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á aðlögun mannvirkja að landslagi, meðal annars í kjölfar þátttöku Íslands í Evrópska landslagssáttmálanum. Verkís vinnur ásýndar- og landslagsgreiningar við gerð skipulagsáætlana og við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Í slíkri vinnu felst greining á landslagi, sýnileika mannvirkja og sjónrænum áhrifum ásamt gerð þrívíddarmynda og þrívíddarmyndbanda.

Ásýndarmat. Felur í sér mat á sjónrænum áhrifum framkvæmda og tengist nánum tengslum við landslagsmat. Matið byggir á viðurkenndum aðferðum Landscape Institute (Landscape and Visual Impact Assessment). Verkís sér um skipulag ásýndarmats, framkvæmd myndatöku, sýnileikagreiningu og vinnslu líkanmynda.

Verkís leggur áherslu á faglega og ábyrga nálgun í öllum rannsóknum og mati á umhverfisáhrifum til að tryggja að framkvæmdir séu í samræmi við náttúrufar, landslag og sjálfbæra þróun.

Þjónusta

  • Jarðtækni
  • Fuglatalningar og mat á þéttleika og búsvæðum fugla
  • Gróðurrannsóknir og kortlagning vistgerða
  • Mat á áhrifum framkvæmda á gróður og vistkerfi
  • Landslagsarkitektúr
  • Þrívíddarmyndir og myndbönd
  • Mat á sjónrænum áhrifum framkvæmda og sýnileika mannvirkja
  • Ásýndarmat samkvæmt aðferðafræði Landscape Institute (LVIA)

Verkefni

  • Hvalárvirkjun
  • Djúpadalsvirkjun 3
  • Snjóflóðavarnir á Patreksfirði
  • Tunguárvirkjun
  • Virkjanir á veituleið
  • Blöndulundur
  • Búrfellslundur
  • Stormorka
  • Landsnet – fuglar og raflínur
  • Holtavörðuheiðarlína 1
  • Máfar í Sjálandi
  • Biskupstungnabraut
  • Kvíslatunguvirkjun

Tengiliðir

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Deild: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is