Verkís tekur þátt í Evrópsku jarðtækniráðstefnunni í Hörpu
Verkís tekur þátt í Evrópsku jarðtækniráðstefnunni í Hörpu. Evrópska jarðtækniráðstefnan (ECSMGE 2019) verður haldin í Hörpu dagana 1. – 6. september 2019. Yfirskrift hennar er „Jarðtækni, undirstaða framtíðarinnar“ og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin á Íslandi.
Verkís verður með kynningarbás nr. 46 á ráðstefnunni og eru gestir hvattir til að líta við, sjá hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða og ræða við starfsfólk okkar.
Pálmi R. Pálmason og Kristín Martha Hákonardóttir, byggingarverkfræðingar á orkusviði Verkís, flytja erindi um hönnun flóðvara í jarðstíflum á Íslandi.
Erindið byggir á grein Pálma, Fjólu Guðrúnar Sigtryggsdóttur, prófessors við NTNU í Þrándheimi í Noregi, Kristínar Mörthu Hákonardóttur, byggingarverkfræðings á orkusviði Verkís, Auðar Atladóttur, byggingarverkfræðings á orkusviði Verkís, Harnar Hrafnsdóttur, vatnsauðlindaverkfræðingi á Orkusviði Verkís og Ólafar Rósar Káradóttur, verkefnastjóra hjá Landvirkjun. Fjóla og Ólöf störfuðu áður hjá Verkís. Hér má sjá greinina sem erindið er byggt á.
Verkís veitir alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðtækni. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir verk- og tæknifræðingar með sérfræðimenntun á sviði jarð- og bergtækni. Verkís getur veitt berg- og jarðtæknilega ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum mannvirkjagerðar. Þar má nefna: virkjanir, vegagerð, hafnir, flugvelli, húsbyggingar, brúarmannvirki, íþróttavellir, jarðgöng og hella.
Um þjónustu Verkís á sviði jarðtækni.
Heimasíða ráðstefnunnar.