28/06/2019

Mikilvægt að endurheimta votlendi

Mikilvægt að endurheimta votlendi
kolefnisjöfnun

Mikilvægt að endurheimta votlendi í baráttunni við loftslagsbreytingar. Í sérblaði Fréttablaðsins, Kolefnisjöfnun, sem kom út í dag, föstudaginn 28. júní, er viðtal við Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðing og verkefnastjóra.

Eitt af verkefnum sem Verkís hefur sinnt á þessu sviði er endurheimt votlendis í Úlfarsárdal. Verkís gerði skýrslu fyrir Reykjavíkurborg með tillögu af aðgerðaráætlun fyrir endurheimt á svæðinu.

Í mars á þessu ári hófst endurheimt í Úlfarsárdal sem mun í heild taka til 87 hektara svæði. Verkís kom að öllum stigum verkefnisins, þar á meðal magntöku, gerð útboðsgagna, landslagshönnun og annaðist eftirlit með framkvæmdum.

Mikilvægt að endurheimta votlendi
kolefnisjöfnun