29/11/2018

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar. Verkís er með erindi á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem fram fer í Hörpu í dag, fimmtudag 29. nóvember.

Eiríkur Steinn Búason flytur erindið „Hönnun umhverfisvænni sundhallar“.
Hann fer í gegnum ferli verkefnis Sundhallarinnar í Holmen, sem valin var bygging ársins í Noregi 2017.

Verkís er einnig með bás á staðnum þar sem Haukur Þór Haraldsson stendur vaktina og kynnir þjónustu fyrirtækisins.

Á annað hundrað íslenskra fyrirtækja hafa skrifað undir loftslagsyfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Loftslagsfundurinn er vettvangur til að kynna nýjungar og hagnýtar aðferðir í loftslagsmálum.
Verkís er eitt þessara fyrirtækja og má finna upplýsingar um niðurstöður vöktunar á helstu umhverfisþáttum fyrir árið 2017.

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar