13/09/2018

Umhverfisskýrsla – Grænt bókhald 2017

Umhverfisskýrsla – Grænt bókhald 2017

Umhverfisskýrsla, gefin hefur verið út umhverfisskýrsla fyrir árið 2017.

Í grænu bókhaldi eru teknar saman niðurstöður vöktunar á helstu umhverfisþáttum Verkís. Á árinu var unnið eftir markmiðum sem sett voru fyrir umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins og loftslagsmarkmiðum þess, en Verkís er eitt þeirra fyrirtækja sem skrifaði undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og hefur sett sér markmið í loftslagsmálum. Liður í því verkefni er að mæla kolefnisspor fyrirtækisins.

Verkís hefur sett sér stefnu í umhverfis- og samgöngumálum sem nær til umhverfisstjórnunar, hönnunar og framkvæmda, nýtingu auðlinda og vistvænna samgangna. Fyrirtækið setur sér markmið og árlega aðgerðaráætlun í þessum málaflokkum. Þá hefur Verkís sett sér markmið í loftslagsmálum og stefnir að því að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2030.

Umhverfisskýrsla – Grænt bókhald 2017