30/04/2019

Málþing Verkís um úrgangsstjórnun

Málþing Verkís um úrgangsstjórnun
Málþing Verkís um úrgangsstjórnun

Málþing Verkís um úrgangsstjórnun. Í dag, þriðjudaginn 30. apríl, stóð Verkís fyrir málþingi um úrgangsstjórnun. Málþingið var vel sótt og fylgdust gestir einnig með í gegnum streymi.

Meðhöndlun sorps og úrgangsstjórnun er brýnt viðfangsefni hér á landi sem og um allan heim. Mikilvægt er að ná tökum á þeim áskorunum sem fylgja málaflokknum og að lausnir verði á forsendum umhverfismarkmiða.

Fundinum var streymt í gegnum YouTube-rás Verkís. Bæði er hægt að horfa á fundinn í heild sinni en einnig einn fyrirlestur í einu.

Verkís hefur unnið og vinnur að ýmsum verkefnum sem falla undir úrgangsstjórnun. Þar má meðal annars nefna metangasverksmiðju í Bergen, gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, greiningu- og förgun spilliefna við niðurrif húsnæðis í Maniitsoq á Grænlandi, mat á kostum við meðhöndlun sorps í Ísafjarðarbæ og sorpsvæði á Strönd.

Meðal fyrirlesara var Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann er á efstu myndinni sem fylgir fréttinni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá málþinginu.

Dr. Ella Stengler, framkvæmdastjóri CEWEP, fjallaði um meðhöndlun úrgangs og regluverk í Evrópu.

Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fjallaði um tölfræði úrgangs.

Stefán Guðsteinsson, skipafræðingur hjá Envo, fjallaði um strandflutninga.

Málþing Verkís um úrgangsstjórnun
Málþing Verkís um úrgangsstjórnun