Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip
Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip. Mikill árangur hefur náðst í slysavörum sjómanna í skipaflota landsins. Þar spila margir þættir inn í en alltaf má gera betur.
Um þessar mundir vinnur Verkís, í samstarfi við Siglingaráð og Samgöngustofu, að gerð öryggisstjórnunarkerfis fyrir fiskiskip. Verkefnið felst í því að setja stjórnunarkerfið fram á formi grunnhandbókar sem lýsir öryggiskerfinu og uppfyllir ISM staðalinn. Í henni kemur fram hvaða atriði það eru sem útgerðin þarf að leggja til svo þeir uppfylli settar kröfur.
Auk þess var ákveðið að nota breskan hugbúnað til að halda utan um gögn útgerðanna. Hugbúnaðurinn býður upp á skýrslugerðir, utanumhald um öryggismál, áhættumál og verklagsreglur í því skyni að auka öryggi um borð í skipum.
Verkefni Verkís felst meðal annars í því að fá gögn frá tveimur fiskiskipum og setja inn í breska kerfið. Þá verður farið yfir sýn fulltrúa áhafna og útgerða skipanna á málið. Í framhaldi mun Verkís ljúka verkefninu í samráði við Siglingaráð og Samgöngustofu.
Í vikunni var, í Fiskifréttum, fjallað um erindi sem Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, flutti á málþingi Fagráðs hjúkrunar í Fiskifréttum . Fagráðið vildi vita hvernig mikill árangur í slysavörum sjómanna hefur náðst og fór Hilmar yfir þessa jákvæðu þróun og hvaða þættir hafa spilað inn í.
Nefndi hann jafnframt að þó að ný fiskiskip í skipaflota landsmanna séu almennt öruggari skip en hafa verið þar áður og með betri sjóhæfni skapi nýtt vinnuumhverfi þeirra aukna slysahættu. Sagði hann að næsta stóra verkefni framundan í slysavörnum væri öryggisstjórnunarkerfið sem fjallað er um hér að ofan.