18/03/2019
Nýtt úthverfi á Grænlandi
Nýtt úthverfi á Grænlandi. Nuuk stækkar eins og aðrar höfuðborgir.
Til að mæta auknum fólksfjölda ætla yfirvöld í Nuuk að reisa nýtt úthverfi á Siorarsiorfik sem er ósnortið svæði suðaustur af núverandi byggð.
Hverfið mun samanstanda af 800 íbúðum ásamt þeim innviðum og þjónustu sem slíkt úthverfi kalla á.
Verkís ásamt samstarfsfólki hjá S&M Verkís í Nuuk vinnur um þessar mundir að því að meta fyrirliggjandi gögn um jarðfræði svæðisins og stilla upp valkostum varðandi vegtengingu inná nýja svæðið.