23/11/2018
Nýsköpunarverðlaun Vesturlands
Nýsköpunarverðlaun Vesturlands. G.Run fiskvinnsla á Grundarvirði hlaut Nýsköpunarverðlaun Vesturlands 2018 fyrir óvenju metnaðarfulla uppbyggingu nýrrar hátæknilegrar fiskvinnslu í Grundarfirði.
Verðlaunin eru afhent árlega á Nýsköpunardegi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Verkís sá um alla verkfræðihönnun hinnar nýju fiskvinnslu og við hönnun byggingarinnvar var stuðst við BIM aðferðafræðina þar sem allir byggingahlutar eru teiknaðir upp í þrívídd.
Til hamingju G.Run með nýsköpunarverðlaunin og takk fyrir samstarfið !