Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur
Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur. Verkís var með erindi á fundi Orkustofnunar og Grænu orkunnar sem fram fór í dag.
Um er að ræða 6. viðburð í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Efni fundarins var Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur.
Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís hélt erindi og fjallaði meðal annars um að nauðsyn er að fjölga hleðslustöðvum til að ná orkuskiptamarkmiðum, í ljósi þess að rafmagnsbílum hefur fjölgað um 34% og tengibílum um 29% frá 2017 til 2018. Einnig megi fjölga rafbílum meðal bílaleigubíla og rafvæða flugvallarúturnar.