13/11/2018

Ráðstefna Autodesk University

Ráðstefna Autodesk University
Holmen sundhöll BIM

Ráðstefna Autodesk University. Verkís er með fyrirlesara á ráðstefnu Autodesk University sem haldin er í Las Vegas dagana 13.-15. nóvember.

Davíð Friðgeirsson, BIM ráðgjafi og byggingarfræðingur, mun fjalla um hvernig Verkís hefur notað BIM í sínum verkefnum.

Verkís hefur sett sér það markmið að vera leiðandi ráðgjafafyrirtæki í BIM á Íslandi og veita vandaða og faglega BIM ráðgjöf á alþjóðlegan mælikvarða.

Með BIM aðferðarfræðinni gefast m.a. tækifæri til að auka gæði hönnunar, hagræða í verklegum framkvæmdum, byggja umhverfisvænni mannvirki og aukið hagræði á rekstarartíma mannvirkis.
Meira um BIM þjónustu Verkís.

Autodesk University ráðstefnan stendur fyrir „The future of making“, þar sem hönnuðir og framleiðendur koma saman, miðla þekkingu sinni og mynda viðskiptatengsl.

Autodesk skrifaði á dögunum grein um hvernig Verkís hefur notað BIM með árangursríkum hætti í verkefnum. Greinina má lesa hér.

Ráðstefna Autodesk University
Holmen sundhöll BIM