Wow Cyclothon 2018
Wow Cyclothon 2018. Verkís sendi tvö 10 manna lið í Wow Cyclothon í ár. Team Verkís sem var blandað lið og Verkísliðið sem var karlalið.
Í ár var hjólað til styrktar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og söfnuðu Verkísliðin alls 241.000 krónum.
Team Verkís kom í mark á tímanum 40:45:55 sem skilaði þeim sigri í B flokki blandaðra liða og 11. sæti af 73 liðum í B flokki.
Verkísliðið kom í mark á tímanum 44:49:11 og var þar með í 15. sæti í B flokki karla og 41. sæti af 73 liðum í B flokki.
Það er mikill hugur í liðunum sem hlakka til að taka þátt á næsta ári. Takk kærlega fyrir allan stuðninginn og áheitin í ár.