29/05/2018

Öryggisdagur Verkís tókst vel til

Öryggisdagur Verkís
Slökkvitækjaæfing Ofanleiti

Árlegur öryggisdagur Verkís var haldinn í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 í dag. Í ár var dagurinn tileinkaður samfélagslegri ábyrgð. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá þar sem lögð var áhersla á öryggi, heilsu og umhverfi.

Fyrir hádegi var haldin rýmingaræfing og tókst hún mjög vel til. Í þetta skipti var prófað nýtt fyrirkomulag þar sem allir starfsmenn geta tekið að sér hlutverk rýmingarstjóra og séð til þess að allir yfirgefi bygginguna. Aldrei hefur tekið skemmri tíma að rýma húsið á æfingu og fögnum við því.

Haldin var slökkvitækjaæfing þar sem starfsfólk fékk æfingu í að slökkva eld með slökkvitæki. Þá var Veltibíllinn á svæðinu og vöktu báðir dagskrárliðir mikla athygli og áhuga starfsfólks. Í hádeginu hélt Evert Víglundsson, eigandi CrossFit Reykjavík, fyrirlesturinn Persónuleg bestun.

Boðið var upp á nokkra fyrirlestra, bæði frá gestum og starfsfólki. Meðal annars var fjallað um UN Global Compact, eða sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, en Verkís skrifaði nýlega undir sáttmálann. Fengum við einnig góða gesti sem kynntu heilsusamlegar vörur. Síðast en ekki síst var boðið upp á nytjamarkað þar sem hægt var að gera góð kaup.

Öryggisdagur Verkís
Slökkvitækjaæfing Ofanleiti