08/05/2018

Nýtt rannsóknarhús

Nýtt rannsóknarhús
Rannsóknarhús

Nýtt rannsóknarhús. Nýr Landspítali ohf., í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur afhent fjórum hönnunarteymum útboðsgögn vegna fullnaðarhönnunar nýs 15.500 m² rannsóknarhúss sem hefst í sumar.

Eitt teymanna stendur saman af fyrirtækjunum Verkís og TBL architects (Tark, Batteríið og Landslag).

Rannsóknarhúsið er hluti af heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, sem er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins, nýtt sjúkrahótel, sem verður tekið í notkun á árinu og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.

Í rannsóknarhúsinu Nýs Landspítala mun öll rannsóknastarfsemi spítalans sameinast á einn stað, auk þess sem Blóðbankinn mun flytja starfsemi sína í húsið.

Opnun tilboða verður hjá Ríkiskaupum 11. júní nk.

Nýtt rannsóknarhús
Rannsóknarhús