24/04/2018

IGC 2018

Vinna hafin við stækkun Svartsengis
Svartsengi

Ráðstefnan Iceland Geothermal Conference hefst í dag, 24. apríl og stendur fram á föstudag. IGC 2018 er haldin í Hörpu og verður Verkís er með bás á sýningarsvæðinu.

Þetta er fjórða skipti sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Á bás Verkís verður hægt að fræðast um verkefni fyrirtækisins á sviði jarðvarma, auk þess sem gestum verður boðið upp á að skoða sig um í orkuveri 6 í Svartsengi með sýndarveruleika.

Davíð Ó. Benediktsson, vélaverkfræðingur á orkusviði Verkís, mun flytja erindi fyrir hönd Verkís sem ber yfirskriftina Optimization of existing systems. Erindið verður flutt fimmtudaginn 26. apríl á málstofu í Kaldalóni.

Um erindi Davíðs:
Verkís hefur unnið að hönnun jarðvarmaorkuvera á íslandi frá upphafi. Erindið gefur yfirlit yfir nokkur verkefni þar sem verkís hefur unnið að hönnun verkefna sem snúa að bestun eða endurbætur orkuvera í rekstri.

Verkís hefur unnið að endurbótum á gassogskerfum í Kröflu og Reykjanesvirkjun þar sem breytingum var auðveldlega við komið og endurgreiðslutími breytinganna var mjög stuttur.

Verkís hefur einnig tekið þátt í hönnun jarðvarmaversins í Svartsengi þar sem hönnun orkuvers 6 miðaðist við að besta nýtingu á auðlindinni.

Vinna hafin við stækkun Svartsengis
Svartsengi