16/04/2018

Sjóböðin á Húsavík – Yfirlitsmyndband frá verkstað

Sjóböðin á Húsavík
Sjóböðin á Húsavík

Sjóböðin á Húsavík, unnið er að byggingu sjóbaðanna á Húsavík en stefnt er að opnun þeirra á þessu ári. Verkís sér um alla verkfræðihönnun við verkefnið.

Fyrir nokkrum dögum fór starfsmaður Verkís á verkstað og tók myndband með flygildi þannig að góð yfirsýn fékkst yfir svæðið og útsýnið frá sjóböðunum.

Sjóböðin verða staðsett skammt norðan Húsavíkur. Þar verður útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin. Lónin verða fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. Framkvæmdir við sjóböðin hófust á síðasta ári.

Öldum saman hefur jarðhitinn norðan við Húsavík verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta. Þegar borað var eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða upp úr miðri síðustu öld kom upp vatn sem reyndist vera heitur sjór og of steinefnaríkur til að henta til húshitunar.

Í stað þess að heita vatnið færi til spillis var gömlu ostakari komið fyrir uppi á Húsavíkurhöfða og þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig upp úr heitum sjó, sér til heilsubótar.

Það er fyrirtækið Sjóböð ehf. sem opna sjóböðin undir vörumerkinu GeoSea.

Umfjöllun RÚV um framkvæmdir við sjóböðin (8. október 2017) 

Sjóböðin á Húsavík
Sjóböðin á Húsavík