26/03/2018

Salernisaðstaða í Mjódd tekin í notkun á ný

Salernisaðstaða í Mjódd
Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta og Magnús Þór Karlsson og Þórólfur Gunnarsson, starfsmenn Bergrisa. 

Á föstudag voru almenningssalerni í skiptistöð Strætó í Mjódd opnuð á ný við formlega athöfn. Einkahlutafélagið Sannir landvættir, sem er í eigu Verkís og Bergrisa, mun sjá um rekstur salernisins.

Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Tvö hundruð krónur kostar að nota salernin og er bæði hægt að greiða með peningum og greiðslukorti. Salernin hafa verið lokuð í nokkur ár.

Sannir landvættir bjóða upp á fjármögnun, hönnun og framkvæmd við uppbyggingu ferðamannastaða. Markmiðið með stofnun félagsins er stuðla að uppbygginu á ferðamannastöðum um land allt í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki.

Salernisaðstaða í Mjódd
Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta og Magnús Þór Karlsson og Þórólfur Gunnarsson, starfsmenn Bergrisa.