Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar
Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar. Verkís hefur haft eftirlit af vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar sem er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir og eru þessar endurbætur taldar verða algjör bylting í samgöngum innan Vestfjarða. Verkið gengur vel og munu lokaáfangar klárast á næstu þremur til fjórum árum.
Í endurbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði, milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar, er þegar búið að leggja slitlag á þrettán kílómetra. Suðurverk er núna að vinna í næstu þrettán kílómetrunum á hæsta hluta heiðarinnar og á sá kafli að klárast um mitt næsta sumar.
Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina, sagði í viðtali við Vísi að frostið væri helsta áskorunin þar sem að svona hátt yfir sjávarmáli frysti yfirleitt snemma á haustin. Hann tekur einnig undir það að þetta mun hafa mikla þýðingu fyrir Vestfirðinga, bæði fyrir atvinnulífið og fiskflutninga.
Sjá fréttir á Vísi um málið hér og hér