12/10/2018

Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal

Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal
umhverfi

Fyrir um tveimur árum vann Verkís skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um endurheimt votlendis í norðanverðum Úlfarsárdal.

Í skýrslunni kemur fram að mikill ávinningur getur verið af endurheimt votlendis og á umræddu 87 hektara svæði í Úlfarsárdal er gróft áætlað að endurheimta megi votlendi á um 75% svæðisins. Með því væri unnt að binda um 400 tonn af kolefni á ári.

Nú á að umbreyta 6 hekturum land í Úlfarsárdal og endurheimta þannig votlendi. Landið sem verður endurheimt hefur verið nýtt sem beitiland fyrir hesta. Mold verður rutt ofan í skurði. Vatnagróður sem vex í skurðunum, eins og tjarnarstör, dúnúrt, fergin og fleiri, verða fluttar, geymdar og svo á endanum settar í tjarnir. Fimm tjarnir verða mótaðar í votlendinu.

„Hér er tækifæri til að endurheimta votlendi og þetta er auðvitað mikilvægur liður og mikilvæg aðgerð í loftslagsstefnu borgarinnar. Svæðið sem við erum búin að skilgreina sem framkvæmdasvæði, allavegana svona fyrst um sinn eru svona rúmir 6 hektarar,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg.

Frétt á vef RÚV: 6 hekturum í Úlfarsárdal breytt í votlendi.
Skýrsla Verkís um Endurheimt votlendis í norðanverðum Úlfarsárdal í Reykjavík.

Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal
umhverfi