17/12/2024

Verkís veitir styrki til mikilvægra málefna

Dagný Gunnarsdóttir frá Stuðlum, Anna Björk Eðvarsdóttir frá Barnaspítala Hringsins og Elín Eiríksdóttir frá Neistanum eru hér með Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís og Snæbirni Jónssyni, stjórnarformanni Verkís.

Í síðustu viku afhentu Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, og Snæbjörn Jónsson, stjórnarformaður Verkís, styrki til þriggja aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu samfélagsins. Styrkina hlutu Barnaspítali Hringsins, Neistinn – félag til stuðnings hjartveikum börnum, og Stuðlar – meðferðarstöð fyrir börn og unglinga.

Verkís leggur áherslu á að styðja verkefni sem stuðla að bættri líðan barna og unglinga, auk stuðnings við fjölskyldur þeirra. Með styrkveitingunni vill fyrirtækið hvetja þessi félög til að halda áfram að vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.

Barnaspítali Hringsins

Barnaspítali Hringsins er leiðandi í sérhæfðri heilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Þar er lögð áhersla á fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga eru í forgrunni. Með þverfaglegri teymisvinnu og stöðugri þróun er leitast við að tryggja framúrskarandi aðbúnað og þjónustu.

Neistinn

Neistinn vinnur ómetanlegt starf til stuðnings hjartveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og verkefnum, svo sem sumarferðum, jólagleði og skemmtidögum. Starfið byggir á þátttöku sjálfboðaliða og góðu samstarfi við stofnanir. Markmið félagsins er alltaf að bæta aðstöðu og þjónustu við fjölskyldur hjartveikra barna.

Stuðlar

Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins, sinna börnum og unglingum á aldrinum 12–18 ára sem þurfa á neyðarvistun eða sérhæfðri meðferð að halda. Með áherslu á umhyggju, öryggi og virðingu vinna starfsmenn Stuðla að því að styðja við sjálfsvirðingu skjólstæðinga og aðstoða þá við að þróa félagsfærni og sjálfsstjórn.

Verkís er stolt af því að geta lagt þessum félögum lið og styðja við mikilvæg verkefni sem snúa að velferð barna og ungmenna. Þetta er í takt við gildi fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð og framlag til betra samfélags.

Heimsmarkmið

Dagný Gunnarsdóttir frá Stuðlum, Anna Björk Eðvarsdóttir frá Barnaspítala Hringsins og Elín Eiríksdóttir frá Neistanum eru hér með Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís og Snæbirni Jónssyni, stjórnarformanni Verkís.