25/11/2024

Skrifað undir verksamning vegna byggingar brúar yfir Ölfusá

Skrifað undir verksamning
© vegagerdin.is
Fjöldi fólks við fyrstu skóflustungu Ölfusárbrúar
Verkís sér um hönnun á vegum og stígum, tveimur undirgöngum, mislægum gatnamótum, lögnum ásamt BIM stjórnun við nýja brú yfir Ölfusá sem áætlað er að verði tekin í notkun í október 2028.
 
Í síðustu viku var skrifað undir verksamning vegna byggingar brúar yfir Ölfusá og fyrsta skóflustungan tekin að verkinu. Nú eftir samninga hefst fullnaðarhönnun mannvirkja og gera má ráð fyrir að undirbúningsframkvæmdir á verkstað hefjist fljótlega.
 
Verkefnið er unnið í samstarfi við Vegagerðina, Sveitarfélagið Árborg, Flóahrepp og helstu veitufyrirtæki á svæðinu. ÞG verktakar munu sjá um framkvæmdina. Ný brú yfir Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur (1) um Ölfusá sem felst í að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Selfossi.
 
Ný Ölfusárbrú mun bæta samgöngur á svæðinu með færslu umferðar úr miðbæ Selfoss, með bættu öryggi og lífsgæði fyrir íbúa á svæðinu. Ný brú mun taka þungan af allri umferð um Þjóðveginn, en gamla brúin mun standa áfram og þjóna léttari umferð um svæðið.
Skrifað undir verksamning
© vegagerdin.is
Fjöldi fólks við fyrstu skóflustungu Ölfusárbrúar