Verkís á COP29 í Aserbaíjan
Verkís er með tvo fulltrúa á COP29 sem fram fer í Baku í Aserbaíjan.
Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri og Haukur Þór Haraldsson, viðskiptaþróunarstjóri. Þeir taka þátt ásamt níu öðrum fyrirtækjum sem skipa viðskiptasendinefnd Íslands með það hlutverk að halda á lofti framlagi Íslands í lofslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja þekkingu og reynslu sem nýtist í loftslagsvegferðinni hér á landi.
Viðskiptasendinefnd er leidd af Grænvangi í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið en þess má geta að allur kostnaður við þátttökuna greiðist af fyrirtækjunum sjálfum.
Verkís hefur áratuga reynslu af öllum greinum innan verkfræði og tæknifræði, þar á meðal jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum, innviðum, atvinnu- og iðnaðarverkefnum. Verkís tekur ábyrgð gagnvart samfélaginu og leggur áherslu á að bjóða upp á lausnir sem stuðla að sjálfbærni innan samfélagsins. Sem leiðandi fyrirtæki í vistvænni hönnun setur Verkís markið hátt gagnvart umhverfisvænni orkuframleiðslu. Með sterkar stoðir, reynslu og þekkingu í jarðvarma og vatnsafli er Verkís að taka virkan þátt í nýsköpun á grænni orku.
Sjá nánar um sendinefnd Íslands á COP29 á vefsíðu Grænvangs.