05/11/2024

Vísindaferðir hjá Verkís

Vísindaferðir hjá Verkís
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís

Það skiptir okkur hjá Verkís miklu máli að vera í góðu sambandi við nemendafélög verk- og tæknifræðinga. Vísindaferðir hafa reynst vel til þess að fá tækifæri til þess að hitta og spjalla við nemendur, áherslur þeirra í námi og um leið fá tækifæri til þess að kynna Verkís sem  áhugaverðan vinnustað að námi loknu.

Hópur nemenda úr Háskólanum á Akureyri komu í vísindaferð á starfsstöð Verkís á Akureyri fimmtudaginn 24. október sl. Hópurinn samanstóð af nemendum í orku- og iðnaðartæknifræði og tölvunarfræði. Starfsfólk Verkís kynnti þeim fyrir starfsemi og verkefnum stofunnar, Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri Verkís sagði frá fyrirtækinu og mannuðinum. Árni Gunnar Ellertsson, með B.Sc. í hátækniverkfræði sagði frá sínum verkefnum og hlutverki í stjórnbúnaðarhópi á Orku- og iðnaðarsviði og Davíð Örn Benediktsson vélaverkfræðingur sagði frá sínum verkefnum með áherslu á erlend verkefni af Orku- og iðnaðarsviði.

Í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 tókum við á móti rúmlega 260 nemendum með viku millibili. Föstudaginn 25. október komu nemendafélögin Pragma og Teknis frá HR og föstudaginn 1. nóvember komu nemendafélögin Naglarnir, VÍR, Vélin og ATÓ frá HÍ í heimsókn til okkar.

Bæði kvöldin sagði Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís frá fyrirtækinu og mannauðinum, Emilía Sól Guðgeirsdóttir, umhverfisverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði sagði frá hennar upplifun af því að vera nýr starfsmaður hjá Verkís ásamt aðkomu hennar að hraunvarnargörðunum á Reykjanesskaganum. Því næst sagði Jakub Harasimczuk, tæknifræðinemi á Byggingasviði frá hans upplifun af nýliðatímanum hjá Verkís ásamt því að fjalla um aðkomu hans að verkefnum í burðarvirkjahópi.

Að kynningum loknum var efnt til spurningakeppni þar sem þrír nemendur báru sigur úr býtum hvort kvöldið fyrir sig og voru leystir út með vinningum. Að því loknu bauðst nemendum að gæða sér á veitingum og veigum, skoða verkefni Verkís í sýndarveruleikagleraugum, fá leiðsögn um húsið, spjalla við Starfsmannafélagið og annað starfsfólk Verkís á ýmsum sviðum.

Við þökkum þessum flottu hópum kærlega fyrir komuna.

Emilía Sól Guðgeirsdóttir, umhverfisverkfræðingur
Sýndarveruleiki
Vinningshafar spurningakeppni
Vísindaferðir hjá Verkís
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís