Haustfundur SATS
Verkís var með erindi á haustfundi SATS sem haldinn var sl. föstudag á Parliament hótel.
Á dagskrá fundarins mátti finna marga áhugaverða fyrirlestra úr ýmsum áttum, bæði frá hinu opinbera og einkageiranum.
Ari Guðmundsson, útibússtjóri og byggingarverkfræðingur hjá Verkís hélt erindi um aðkomu Verkís að varnargörðunum við Grindavík og Svartsengi. Í fyrirlestrinum fór Ari yfir þá áhættugreiningu sem gerð var þegar ljóst var að eldvirkni gæti ógnað mikilvægum innviðum á Suðurnesjum. Hann fjallaði einnig um hönnun og byggingu þeirra varnargarða sem byggðir hafa verið í kringum Grindavík og Svartsengi.
Ari hefur undanfarin 3 ár farið fyrir starfshópnum Varnir mikilvægra innviða sem unnið hefur að því að hanna mótvægisaðgerðir og stýra uppbyggingu þeirra varna sem skilgreindar hafa verið.
Haustfundur SATS er á vegum Samtaka tæknimanna sveitarfélaga.