Skip to content

Verkefni

Flugvöllur í Ilulissat

Unnið er að stækkun flugvallarins í Ilulissat á Grænlandi.

Verkís hannar undirstöður fyrir nýja flugstöðvarbyggingu í Ilulissat á Grænlandi ásamt því að veita aðra ráðgjöf til verktakans.



Unnið er að stækkun flugvallarins í Ilulissat á Grænlandi. Flugbraut vallarins verður lengd úr 845 metrum í 2200 metra og þremur byggingum bætt við: flugstöð, þjónustubyggingu og flugturni. Eftir stækkun munu þotur geta lent á flugvellinum.

Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu á svæðinu næstu árin í kringum ferðamannaiðnaðinn. Landslagið á þessum slóðum er stórfenglegt og þar er m.a. Ísfjörðurinn þar sem hægt er að sjá risavaxna ísjaka og Grænlandsjökul brotna.

Stækkun flugvallanna í Ilulissat og Nuk bætir samgöngutengingar í landinu. Beinu flugi mun fjölga og hægt verður að draga úr kostnaði, ferðatíma og koltvísýrings með færri innanlandsferðum á Grænlandi.

Verkís er saman með verktaka í alútboði ásamt fleiri ráðgjöfum. Verkís sá um að hanna  undirstöður fyrir flugstöðvarbygginguna, var ráðgefandi fyrir verktakann varðandi ýmis atriði sem tengjast burðarþoli, yfirfer hönnunargögn ráðgjafa frá framleiðendum, sá um samantekt á hönnunargögnum annarra ráðgjafa vegna hönnun burðarþols fyrir allar þrjár byggingarnar og gerð hönnunarskýrslu fyrir allar þrjár byggingarnar.


Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:


Ilulissat, Grænland


Stærð:


2200 metrar


Verktími:


2020 –   

 

Heimsmarkmið