01/06/2023

Fjallað um þéttingu bergs í Fljótsdalsstöð

Fjallað um þéttingu bergs í Fljótsdalsstöð
Vatnsaflsvirkjunin Fljótsdalsstöð er stærsta aflstöð Landsvirkjunar.

Fjallað um þéttingu bergs í Fljótsdalsstöð. Jóhann Örn Friðsteinsson, jarðverkfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, flutti erindið PU grouting in cold environment at fully operating Fljótsdalur power station á ráðstefnunni Nordic Rock Meeting í síðustu viku. Hann skrifaði einnig grein um sama efni sem birt var í tímariti ráðstefnunnar ásamt því að taka þátt í skipulagningu ráðstefnunnar. Ráðstefnan var haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 24.-26. maí sl. og tóku fjórir starfsmenn Verkís þátt í henni.

Í greininni og erindinu fjallaði Jóhann Örn um verkefni sem Verkís vann fyrir Landsvirkjun.

Vatnsaflsvirkjunin Fljótsdalsstöð er stærsta aflstöð Landsvirkjunar, 690 megavött að uppsettu afli og getur unnið 4.800 gígavattstundir af rafmagni á ári hverju. Vatnið rennur í um 40 kílómetra aðrennslisgöng frá Hálslóni að stöðinni en samanlögð fallhæð vatns er 600 m.

Verkís skoðaði leka í bergi í lokuhelli Fljótsdalsstöðvar en þangað lekur vatn frá aðrennslisgöngum frá Hálslóni. Tveir þriðju hlutar þeirrar fallhæðar eru í 400 metra háum og nánast lóðréttum fallgöngum við stöðina og er því vatnsþrýstingur við lokuhellinn um 200 mVs.

Við skoðanir hafði komið í ljós að aukinn leki var úr bergi í lokhelli stöðvarinnar sem þyrfti að skoða betur til að tryggja öryggi stöðvarinnar. Verkís gerði í kjölfarið ítarlegar rannsóknir á berginu og til að reyna að koma í veg fyrir hugsanleg vandamál í framtíðinni var ákveðið að þétta bergið með pólýúretani. Verkís var aðalráðgjafi Landsvirkjunar við þessa vinnu og sá um eftirlit við framkvæmdirnar.

Heimsmarkmið

Fjallað um þéttingu bergs í Fljótsdalsstöð
Vatnsaflsvirkjunin Fljótsdalsstöð er stærsta aflstöð Landsvirkjunar.