14/10/2024

Verkís hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024

© Silla Páls
Jafnvægisvogin 2024

Verkís er stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2024. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á markvissa vinnu við að bæta jafnrétti kynjanna í samræmi við markmið Jafnvægisvogarinnar.

Athöfnin fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 10. október, þar sem Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís, tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Verkís er meðal þeirra 93 fyrirtækja sem náð hafa fram markmiðum um jafnvægi kynjanna í framkvæmdastjórn, ásamt 15 sveitarfélögum og 22 opinberum aðilum.

Viðurkenningarhátíðin var haldin undir yfirskriftinni „Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun“, og fjallaði um mikilvægi jafnréttis í samfélaginu. Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor og formaður Jafnvægisvogarinnar, hrósaði viðtakendum fyrir eftirtektarverðan árangur. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, flutti hvetjandi ávarp um stöðu jafnréttismála á Íslandi.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og miðar að því að jafna kynjahlutföll í efsta stjórnendalagi. Verkefnið hefur aukið sýnileika jafnréttismála og stuðlað að betra jafnvægi innan fyrirtækja og stofnana.

Við hjá Verkís erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu og teljum hana vera hvatningu til frekari vinnu í átt að auknu jafnrétti innan fyrirtækisins og samfélagsins í heild.

Heimsmarkmið

© Silla Páls
Jafnvægisvogin 2024