Snjótæknilegri hönnun varnargarða í Neskaupstað
Snjótæknilegri hönnun varnargarða í Neskaupstað. Undirbúningur vegna framkvæmda við síðasta hluta ofanflóðavarnargarða fyrir ofan byggðina í Neskaupstað er langt kominn. Að framkvæmdunum loknum munu alls fjórir garðar þvera byggðina alla og fyrir ofan garðana tvöfaldar keiluraðir. Efst í upptakasvæðum Drangagils og Tröllagilja eru 3 km af upptakastoðvirkjum. Verkís sá um snjótæknilega hönnun allra varnarvirkjanna í Neskaupstað.
Samkvæmt hönnun Verkís er gert ráð fyrir að 600 metra langur og 14 til 20 metra hár þvergarður rísi ofan Mýra- og Bakkahverfa. Fyrir ofan þvergarðinn verður komið fyrir tuttugu 10 metra háum keilum í tveimur röðum. Markmið með byggingu varnarvirkjanna er að stöðva hugsanleg snjóflóð fyrir ofan byggðina. Verkfræðistofan Hnit vinnur jarðtæknihönnun mannvirkjanna.
Staðfest er að þrjú flóð hafi fallið í Neskaupstað í dag, tvö í byggð en fleiri kunna að hafa fallið á varnargarðana. Flóðið sem féll úr Nesgili er það stærsta sem þekkt er úr gilinu.
Uppbygging varna hófst í Neskaupstað með vörnum undan Drangagili. Garðarnir risu á árunum 1999-2002.