„Við þurfum svona ungt og efnilegt tæknifólk“
„Við þurfum svona ungt og efnilegt tæknifólk“
Hönnunarkeppni HÍ var haldin um helgina. Vigfús Arnar Jósefsson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís, veitti verðlaun fyrir frumlegustu hönnunina og fyrsta sætið ásamt því að sitja í dómnefnd.
Vigfús var ánægður að sjá hversu vel keppendum tókst að hugsa út fyrir kassann og leggja fram frumlegar lausnir. „Það er klárt að við þurfum svona ungt og efnilegt tæknifólk til að aðstoða okkur í framtíðinni,“ sagði Vigfús Arnar við afhendingu verðlaunanna.
Líkt og áður mun RÚV sýna þátt um keppnina seinna á þessu ári og hvetjum við öll áhugasöm að fylgjast með.
Jafnframt minnum við á að hægt er að sækja um sumarstarf hjá Verkís til og með 12. mars nk.