Verkefni
Sisimiut vatnsaflsvirkjunin
Sisimiut vatnsaflsvirkjunin er staðsett á Vestur-Grænlandi um 100 km norður af heimskautsbaugnum.
Virkjað rennsli er 10,4 rúmmetrar á sekúndu og fallhæð 80 m.
Verkefni
Sisimiut vatnsaflsvirkjunin er staðsett á Vestur-Grænlandi um 100 km norður af heimskautsbaugnum.
Virkjað rennsli er 10,4 rúmmetrar á sekúndu og fallhæð 80 m.
Sisimiut vatnsaflsvirkjunin er staðsett á Vestur-Grænlandi um 100 km norður af heimskautsbaugnum. Sisimiut vatnsaflsverkefnið er annað vatnsaflsverkefni Verkís á Grænlandi, í kjölfar framkvæmda við Qorlortosuaq vatnsaflsverkefnið.
Verkefnið virkjar vatn náttúrulega stöðuvatnsins Tasersuaq með niðurdrætti í vatnshæð um 80 m. Vatn er leitt í gegnum inntaksmannvirki, og síðan veitt í gegnum jafnhallandi aðrennslisgöng niður í tvær 7,5 MW Francis vélar í neðanjarðar stöðvarhúsi, staðsett við sjávarmál um 125 m inni í fjallinu. Frá túrbínunum rennur vatnið út í frárennslisgöng sem opnast út í frárennslisskurð, sem liggur til sjávar.
Við munna aðkomuganga stöðvarhússins er 365 m² þjónustuhús, sem hýsir þjónustuaðstöðu og geymslur fyrir virkjunina og starfsfólk hennar. Auk þess er í byggingunni fullbúið gistirými fyrir 12 manns.
Framleitt rafmagn virkjunarinnar mun sjá Sisimiut (um 6.500 íbúa) fyrir rafmagni, og koma í staðinn fyrir núverandi dísilrafala, og gera bæinn þannig óháðan innfluttu eldsneyti.
Sérfræðingar Verkís unnu staðarmat og hagkvæmniathugun, EPC tilboðsgerð, útboðshönnun fyrir undirverktaka, deilihönnun allra byggingahluta virkjunarinnar, deilihönnun og/yfirferð hönnunar raf- og vélbúnaðar, sem og úttektir og gangsetningu virkjunarinnar.
Staðsetning:
Grænland
Stærð:
15 MW
Verktími:
2006 – 2009