06/01/2023

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar – breytingar

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - breytingar
Yfirlitsmynd, Eyrin

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar – breytingar. Verkís hefur síðustu misseri unnið að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða breytingu vegna íbúðarbyggðar á nýrri landfyllingu til að koma til móts við skort á íbúðum í bænum. Fyrirhugað er að nýta efni sem fellur til vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði í landfyllinguna. Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4.

Í október árið 2021 var skipulagslýsing aðalskipulagsbreytingarinnar auglýst og var hún til kynningar í rétt tæpan mánuð. Á kynningartímanum gafst umsagnaraðilum, hagmunaaðilum og almenningi kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Margir íbúar sendu inn athugasemd og í kjölfarið fór Verkís í ítarlega greiningarvinnu þar sem tillit var tekið til athugasemdanna.

Um miðjan september á síðasta ári var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila á Ísafirði þar sem kynnt var vinnslutillaga breytinga á aðalskipulagi bæjarins. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær að auglýsa skipulagstillöguna. Auglýsingaferlið, þar sem tekið er á móti athugasemdum við tillöguna, stendur yfir í rúmar sex vikur. Að því loknu verður farið yfir athugasemdir sem berast innan athugasemdafrests og fjallað um þær efnislega.

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ – Vísir (visir.is)

Þjónusta Verkís á sviði skipulagsmála

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - breytingar
Yfirlitsmynd, Eyrin