Verkefni

Drangagil

Snjóflóðavarnargarðar á Neskaupsstað þar sem snjóflóðahætta er í stórum hluta vegna flóða úr nokkrum giljum og skálum í fjallinu ofan byggðarinnar.

Snjóflóðatæknileg hönnun varnarvirkjanna í Drangagili er talsvert óhefðbundin.

Snjóflóðahætta er í stórum hluta Neskaupstaðar vegna flóða úr nokkrum giljum og skálum í fjallinu ofan byggðarinnar. Árið 1997 var hafinn undirbúningur að snjóflóðavörnum á Drangagils-svæðinu, en þar féll flóð langt inn í núverandi byggð árið 1894. Snjóflóðavarnarvirkjunum á Drangagilssvæðinu má skipta í þrjá hluta: stoðvirki á upptakasvæði snjóflóða í Drangagili, rúmlega 1000 m af 3,5-4,0 m háum snjóflóðavarnarnetum. Snjóflóðakeilur í tveimur röðum ofan byggðarinnar, 13 keilur alls. Keilurnar eru mjög brattar fjallsmegin, 10 m háar og hver keila um 10-12 m breið í toppinn. Þvergarður, 400 m langur í um 100 m fjarlægð ofan efstu húsa. Garðurinn er 17 m hár með mjög bratta hlið fjallsmegin.
 
Heildarrúmmál fyllinga í þvergarð og keilur er um 260.000 m³. Brattar hliðar fjallsmegin eru byggðar upp með netgrindum. Snjóflóðatæknileg hönnun varnarvirkjanna í Drangagili er talsvert óhefðbundin. Sérstaklega er mjög óvenjulegt að blanda saman varnarvirkjum af ólíkri gerð og er slík uppbygging varnarvirkja nánast óþekkt í heiminum. Einnig var í undirbúningi varnanna og í tilraunum sem þeim tengdust lagður grunnur að mun traustari hönnunarforsendum fyrir virkni snjóflóðakeilna en áður lágu fyrir.
 
Verkís annaðist frumathugun, tæknilega snjóflóða hönnun, útboðsgögn vegna hönnunar garðs, keilna og byggingar stoðvirkja, tæknilega ráðgjöf á framkvæmdatíma og kortagerð.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Neskaupsstaður

Stærð:

260.000 m³

Verktími:

1997-2002

 

Heimsmarkmið