Verkefnin hérlendis sem Verkís hefur komið að má þar nefna hjólastíg meðfram Sæbraut, göngu- og hjólastíg sunnan Stekkjarbakka í Breiðholti og hjólastígur í suður Mjódd.
Hjólastígur meðfram Sæbraut
Verkís annaðist heildarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir verkefni. Sem var hönnnun á 1,8 km löngum hjólastíg meðfram Sæbrautinni eða frá Kringlumýrarbraut að Hörpu tónlistarhúsi.
Hjóla- og göngustígur sunnan Stekkjarbakka
Verkís annaðist heildarhönnun hjóla- og göngustíga, færslu á umferðarljósum og gerð útboðsgagna. Verkefnið var hönnun á 630 m löngum göngu- og hjólastíg sunnan Stekkjarbakka, frá Grænastekk að undirgöngum við Hamrastekk í Reykjavík. Einnig var um að ræða færslu á umverðarljósum ásamt þverun Stekkjarbakka með gönguleið.
Hjólastígur Suður Mjódd
Verkís annaðist heildarhönnun hjólastígs og gerð útboðsgagna. Verkefnið fól í sér hönnun á 700 m löngum hjólastíg meðfram Reykjanesbraut eða frá Árskógum og að sveitarfélagsmörkum við Kópavog.
Verkís hefur komið að rannsóknarverkefnum í gegnum Vegagerðina sem snýr að göngu- og hjólastígum. Þar má nefna verkefni Ofurhjólastígar á höfuðborgarsvæðinu og Öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins.
Ofurhjólastígar á höfuðborgarsvæðinu snýst um að skoða hvernig staðið er að hönnun ofurhjólastíga í nágrannalöndum okkar. Ásamt því að skoða hvar vænlegast og mögulegt er að leggja slíka stíga á Íslandi. Verkís annaðist upplýsingaöflun, tillögur að ofurhjólastígum á Höfuðborgarsvæðinu og skýrslugerð.
Öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins snýst um að skoða öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins. Verkís sá þar um gagnaöflun, greiningu á gögnum og skýrslugerð.