Verkefni

Sjóböð á Húsavík

Fyrsta skóflustungan af svæðinu var tekin árið 2016.

Síðan þá hefur risið 600m² þjónustubygging og útisvæði um 500m².

Aðstöðubyggingin er að stærstum hluta niðurgrafin með það að markmiði að fella hana inní landslagið.
Lagt er upp með að nýta vatn í baðlaugarnar úr þremur borholum í nágrenninu, en hluti þeirra er með saltan sjó. Borholuvatninu er blandað á staðnum og er blönduðu hitastýrðu vatni leitt í laugarnar á tveimur til þremur stöðum í hvert ker eftir atvikum. Viðmiðunar hitastig laugavatnsins er um 38°-39°C.
Ekki er gert ráð fyrir að baðvatnið verði hreinsað með sérstökum aðgerðum heldur verði innstreymi í laugarnar það mikið að vatnið endurnýist sem leiðir til þess að heilbrigði þess sé innan tilskilinna heilbrigðismarka.  Heildarmagn innrennslis er um 35 l/ sek þar sem  vatnið rennur milli lauga, yfir barma þeirra og þaðan í náttúrulegum farvegi út í sjó.
Það er fyrirtækið Sjóböð ehf. sem opnar sjóböðin undir vörumerkinu GeoSea.
Sjóböðin á Húsavík voru á lista tímaritsins Time Magazine yfir hundrað áhugaverðustu staði í heiminum til að heimsækja árið 2019 og sama ár hrepptu þau nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar.
Verkís sá um alla verkfræðihönnun, ráðgjöf og aðra vinnu á verktíma.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Húsavík

Stærð:

600 m²

Verktími:

2016-2018

 

Heimsmarkmið