Verkís hlaut SAG verðlaunin frá Esri
Verkís hlaut verðlaun frá Esri, sem er leiðandi fyrirtæki í þróun landfræðilegra upplýsingakerfa (e. geographic information system, GIS). Verðlaunin, sem bera heitið Special Achievement in GIS, eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í nýtingu landupplýsingakerfa. Þrír starfsmenn Verkís fóru og veittu verðlaununum móttöku á notendaráðstefnu Esri í San Diego í Kaliforníu þann 17. júlí s.l.
Þetta voru þau Áki Thoroddsen, landfræðingur, Gísli S. Pétursson, vatnsauðlindaverkfræðingur og Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir, umhverfisverkfræðingur
Samsýn, sem er umboðsaðili Esri á Íslandi, segir að Verkís sé fyrsta einkafyrirtækið á Íslandi til að fá þessi verðlaun, en áður hafa nokkur opinber fyrirtæki fengið þessi verðlaun hér á landi. Verkís fékk viðurkenninguna m.a. fyrir nýtingu GIS veflausna, en Verkís hefur undanfarið aukið nýtingu slíkra lausna til muna, t.d. vegna eldsumbrota á Reykjanesi, til að fylgjast með ferðum flöskuskeyta í sjó og ferðum gæsa milli Bretlandseyja og Íslands.
Hér má finna dæmi um vefsjár Verkís:
- Gæsavefsjár:
- Ferðir flöskuskeyta í sjó:
Hér má sjá upplýsingar um Verkís á heimasíðu verðlaunanna: https://events.esri.com/conference/sagList/?fa=Detail&SID=7685
Hér má sjá lista yfir alla sigurvegara árið 2024: https://events.esri.com/conference/sagList/?fa=List