08/11/2022
Staða orkuskipta í íslenskum höfnum
Staða orkuskipta í íslenskum höfnum. Nýjasta tímarit Sjávarafls er tileinkað Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu 10.- 11. nóvember nk. Þar er meðal annars að finna greinina Staða orkuskipta í íslenskum höfnum eftir Kjartan Jónsson, rafiðntæknifræðing hjá Verkís. Greinin er á blaðsíðum 34 – 36.
Kjartan verður einnig með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni og ber það yfirskriftina Orkuskipti í íslenskum höfnum, staða rafmagnstenginga og fyrirhuguð uppbygging. Hann flytur erindið í Silfurbergi fimmtudaginn 10. nóvember kl. 15.30.