Skip to content
03/11/2022

Verkís leggur Landsbjörg lið

Verkís leggur Landsbjörg lið
Afhending Neyðarkallsins 2022

Verkís leggur Landsbjörg lið með kaupum á Neyðarkallinum. Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi. Í dag selur starfsfólk Verkís, sem er í björgunarsveitum Landsbjargar, Neyðarkallinn innan fyrirtækisins. Samhliða sölunni kaupir Verkís, líkt og undanfarin ár, stóra Neyðarkallinn ásamt því að leggja málefninu lið með fjárframlagi.

Salan á Neyðarkallinum er ein stærsta fjáröflun Landsbjargar og í ár stendur salan yfir um allt land dagana 4. nóvember til og með 7. nóvember. Við hvetjum öll til að leggja sveitum Landsbjargar lið.

Á myndinni eru frá vinstri: Kári Steinar Karlsson, Auður Atladóttir, Egill Viðarsson framkvæmdastjóri Verkís, og Haukur Þór Haraldsson.

Verkís leggur Landsbjörg lið
Neyðarkallar síðustu ára

Heimsmarkmið

Sustainable Development Goal 18
Verkís leggur Landsbjörg lið
Afhending Neyðarkallsins 2022