20/10/2022

Verkís tekur þátt í EGC 2022

Verkís tekur þátt í EGC 2022
Bás Grænvangs á EGC 2022. Carine Chatenay. viðskiptastjóri á Orku- og iðnaðarsviði Verkís er til hægri á myndinni.

Verkís tekur þátt í EGC 2022. Þessa vikuna taka fjórir starfsmenn Verkís, öll sérfræðingar á sviði jarðhita, þátt í Evrópsku jarðhitaráðstefnunni (EGC 2022) sem fer fram í Berlín í Þýskalandi. Verkís er einnig með sameiginlegan sýningarbás með ÍSOR, Mannviti, Iceland Drilling og Vatnaskilum.

Grænvangur – samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir sem notar nafnið Green by Iceland á erlendri grundu á veg og vanda að básnum. Þar koma saman aðilar úr íslenska jarðhitageiranum og kynna þjónustu sína gagnvart Evrópska orkuiðnaðinum.

Heimsmarkmið

Verkís tekur þátt í EGC 2022
Bás Grænvangs á EGC 2022. Carine Chatenay. viðskiptastjóri á Orku- og iðnaðarsviði Verkís er til hægri á myndinni.