Morgunverðarfundur – Sjálfbær samfélög
Morgunverðarfundur – Sjálfbær samfélög. Morgunverðarfundur fimmtudaginn 22. September 2022 kl. 9.00 – 10.30 í Ofanleiti 2 og í streymi.
Sveitarfélög og einkaaðilar sjá í auknum mæli hag sinn í því að huga að sjálfbærni strax á skipulagsstigi verkefna með vistvottunum. Verkís hefur ákveðið að standa fyrir morgunverðarfundi þar sem við leitumst við að fjalla um málefnið á aðgengilegan hátt.
Í tilefni af 90 ára afmæli Verkís ætlum við að halda nokkra morgunverðarfundi yfir árið. Starfsfólk okkar miðlar af þekkingu sinni og reynslu og fáum við einnig til okkar lykilfólk til að segja frá.
Dagskrá:
Kl. 8.30 – 9.00 – Húsið opnar – Ofanleiti 2 / morgunhressing
Kl. 9.00 – 9.10 – Gestir boðnir velkomnir. Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, opnar fundinn
Kl. 9.10 – 9.20 – Sjálfbær samfélög og vistvottun skipulags Elín Vignisdóttir, landfræðingur hjá Verkís
Kl. 9.20 – 9.35 – Korputún – Sjálfbær atvinnukjarni í landi Blikastaða. Horft til framtíðar Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi
Kl. 9.35 – 9.50 – Sjálfbær innviðauppbygging – Þverfagleg samvinna á skipulagsstigi Sigurður Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís
Kl. 9.50 – 10.05 – Reynslusaga frá Urriðaholti Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingafulltrúi í Garðabæ
Kl. 10.05 – 10.30 – Umræður / spurningar
Fundarstjórn: Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Verkís
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Gestir eru hvattir til að nýta sér vistvænar samgöngur.
Skráning á fundinn fer fram hér: https://bit.ly/3Dll7XW Morgunverðarfundur – Sjálfbær samfélög (office.com)
Viðburðurinn á Facebook . Sjálfbær samfélög | Facebook
Annar morgunverðarfundur afmælisársins:
Vel sóttur morgunverðarfundur um rafeldsneyti | Fréttir | www.verkis.is
Fyrsti morgunverðarfundur afmælisársins:
Vel sóttur morgunverðarfundur um skipulag og náttúruvá | Fréttir | www.verkis.is