21/09/2022

Að byggja upp sjálfbær samfélög

Að byggja upp sjálfbær samfélög
Við byggjum upp samfélög

Að byggja upp sjálfbær samfélög. Morgunverðarfundur fimmtudaginn 22. september 2022 kl. 9.00 – 10.30 í Ofanleiti 2 og í streymi.

Á fimmtudaginn stendur Verkís fyrir morgunverðarfundi sem ber yfirskriftina Sjálfbær samfélög. Þar mun starfsfólk okkar miðla af þekkingu sinni og svo fáum við einnig tvo gesti. Að fundinum loknum verða gestir vonandi fróðari um sjálfbær samfélög, verkefni sem hafa verið unnin með sjálfbærni að leiðarljósi og hvernig gengur að fylgja sjálfbærni eftir á byggingarstigi.

Elín Vignisdóttir, landfræðingur hjá Verkís, flytur erindið Sjálfbær samfélög og vistvottun skipulags. Erindið er inngangur að umfjöllunarefnum hinna fyrirlesaranna. Elín mun fjalla almennt um sjálfbærni og hvort vistvottunarkerfi sé leið sem hægt er að nota til að nálgast sjálfbærni í skipulagi.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi, flytur erindið Korputún – Sjálfbær atvinnukjarni í landi Blikastaða. Horft til framtíðar. Sjálfbært deiliskipulag var unnið fyrir svæðið sem miðar m.a. að því að hlífa náttúrunni ásamt því að tryggja að mannvirki standist tímans tönn. Íris mun fjalla um þær sjálfbærniáherslur sem unnið var með í skipulagsgerðinni.

Sigurður Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís, flytur erindið Sjálfbær innviðauppbygging – Þverfagleg samvinna á skipulagsstigi. Þar mun Sigurður Grétar fjalla um hvernig samvinna og aðkoma mismunandi fagaðila sem koma að deiliskipulagsvinnu er studd af notkun verkferla í BREEAM Communities vottunarferlinu. Tekið er dæmi úr Blikastaðaverkefninu þar sem vatnstengdar áskoranir á svæðinu, svo sem flóðahætta og viðkvæmt lífríki, mótaði skipulagið og þverfagleg aðkoma að hönnun og skilmálum fyrir blágrænar ofanvatnslausnir, gatna- og veituhönnun með BREEAM Communities.

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingafulltrúi í Garðabæ, mun flytja erindið Reynslusaga úr Urriðaholti. Hún mun fjalla um hvað tekur við þegar hönnun er lokið og farið er að byggja upp með sjálfbærni að leiðarljósi. Anna Guðrún segir okkur frá reynslu sinni af því að fylgja sjálfbærni eftir á byggingarstigi.

Skráning á fundinn fer fram hér:
Morgunverðarfundur – Sjálfbær samfélög (office.com)

Viðburðurinn á Facebook
Sjálfbær samfélög | Facebook

Heimsmarkmið

Að byggja upp sjálfbær samfélög
Við byggjum upp samfélög