27/09/2022

Our Climate Future: US-Iceland Clean Energy Summit

Our Climate Future: US-Iceland Clean Energy Summit
© Stjórnarráðið

Our Climate Future: US-Iceland Clean Energy Summit. Verkís átti tvo fulltrúa á ráðstefnu um loftlagsmál og sjálfbæra orkunýtingu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum í síðustu viku, þá Egil Viðarsson, framkvæmdastjóra og Hauk Þór Haraldsson, viðskiptaþróunarstjóra.

Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli í íslensku hugviti og grænum lausnum sem geta nýst í baráttunni gegn loftslagsvánni á heimsvísu og skapa vettvang til að deila þekkingu og reynslu. Þar komu saman ýmsir lykilaðilar á sviði orkumála og grænna lausna á Íslandi og frá Bandaríkjunum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tóku þátt í ráðstefnunni fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og ræddu þær meðal annars markmið landsins í loftlagsmálum og hvað varðar sjálfbærri orkunýtingu. Það voru sendiráð Íslands í Washington, Grænvangur og hugveitan Atlantic Council Global Energy Center sem stóðu fyrir viðburðinum.

Our climate future: US-Iceland clean energy summit – Atlantic Council

Stjórnarráðið | Íslenskt hugvit í brennidepli á ráðstefnu um loftslagsmál í Washington DC (stjornarradid.is)

Ísland verði hluti af orkubrú (mbl.is)

 

 

Heimsmarkmið

Our Climate Future: US-Iceland Clean Energy Summit
© Stjórnarráðið