28/09/2022

Hringvegur um Hornafjörð

Hringvegur um Hornafjörð
© Vegagerðin

Hringvegur um Hornafjörð. Vegagerðin hefur samið við Verkís um eftirlit og ráðgjöf með verkinu Hringvegur (1) um Hornafjörð. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu.

Verkið felst í styttingu Hringvegarins um 12 km með gerð um 19 km lands vegar er kemur til með að liggja yfir norðanverðan Hornafjörð.

Verkinu er skipt í fimm verkhluta:

  • Nýlögn Hringvegar (1) frá stöð 0 rétt vestan Hólmsvegar (9822) að stöð 18760 vestan Dynjandisvegar ásamt tengivegum og tengingum
  • Smíði 52 m langrar brúar á Djúpá
  • Smíði 250 m langrar brúar á Hornafjarðarfljót
  • Smíði 114 m langrar brúar á Hoffellsá
  • Smíði 52 m langrar brúar á Bergá

Verkið hófst í ágúst á þessu ári við gerð vinnuvega og gerð hliðarvegar. Áætlað er að eiginleg vegagerð hefjist í nóvember á þessu ári. Verklok eru áætluð í desember 2025.

Verktaki verksins er ÍSTAK sem var lægstbjóðandi í verktakaverkið. Um svokallað samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir er að ræða þar sem um heilstætt útboð á framkvæmd og fjármögnun framkvæmda á framkvæmdatíma er að ræða.

Heimsmarkmið

Hringvegur um Hornafjörð
© Vegagerðin