Stelpur, stálp & tækni
Stelpur, stálp & tækni. Í síðustu viku komu um 60 stelpur frá Laugalækjarskóla í heimsókn til Verkís og fengu kynningu á fyrirtækinu. Gestir fengu fyrst almenna kynningu á Verkís frá Ásthildi Emmu Ástvaldsdóttir úr mannauðsdeildinni. Síðan komu kynningar frá Heru Harðardóttir, B.Sc. í umhverfisfræði, sem kynnti verkefni sín þ.e. lífsferilsgreiningar (LCA) í verkefnum. Margrét Ír Jónsdóttir, nemi í Orkuverkfræði, kynnti lokaverkefni sitt í verkfræðinni sem er Lego sortari (vél sem flokkar Lego kubba) og Rakel Björt Helgadóttir, byggingarverkfræðingur, kynnti hraunvarnargarðana sem hún hefur verið að vinna í.
Að lokum tóku stelpurnar þátt í stuttum Kahoot spurningaleik og enduðu á að skoða eldgosið á Reykjanesi og varnargarðana í VR gleraugum.